Þjónusta Stika

Stiki er ráðgjafar- og hugbúnaðarfyrirtæki sem sérhæfir sig í að aðstoða fyrirtæki um allan heim við að efla rekstur sinn með skilvirkum gæða- og öryggisstjórnkerfum.

Við aðstoðum þitt fyrirtæki að mæta kröfum hins síbreytilega markaðar þar samkeppnisforskot ræðst í auknum mæli af gæðum og öryggi.

Við búum að yfir 20 ára reynslu og þekkingu að veita sérfræðiráðgjöf á sviði upplýsingaöryggis og áhættu- og gæðastjórnunar.

Við þróum og bjóðum upp á RM Studio hugbúnað til að halda utan um gæða- og öryggisstjórnkerf fyrirtækja.

Við vinnum með ólíkum greinum atvinnulífsins þar sem gæði og öryggi á erindi við.

Lestu meira um þjónustu Stika

Vitnisburðir

"Það er ljóst að innleiðing skipulagshandbókarinnar fyrir bæjarskrifstofur Mosfellsbæjar, er og verður klárlega hornsteinninn í öllu utanumhaldi öryggis- og skipulagsmála fyrir bæjarskrifstofurnar í komandi framtíð."

Stefán Ómar Jónsson, bæjarritari og verkefnisstjóri öryggis- og skipulagsmála á bæjarskrifstofum Mosfellsbæjar

Hugbúnaður frá Stika

RAI_stiki

RMstudio_stiki

Case Studies

Vottanir

 

 

RM Studio 5.0 Mustang komin út


RM Studio 5.0 Mustang

Nýjasta útgáfa RM Studio hefur verið gefin út og er tilbúin til afhendingar á vefsíðu RM Studio fyrir skráða notendur.
Í þessari útgáfu er að finna fjölmarga nýja þætti til þess fallna að auka við skilvirkni við og framkvæmd áhættugreininga og viðhald vottanna.

 

Lesa meira: RM Studio 5.0 Mustang komin út

Áhrif krónunnar á íslenskt atvinnulíf

Svana Helen Björnsdóttir


Á nýliðnum landsfundi Sjálfstæðisflokksins var samþykkt málamiðlun þess efnis að kanna til þrautar upptöku myntar sem sé gjaldgeng í alþjóðaviðskiptum í stað íslenskrar krónu.

Svana Helen Björnsdóttir

Það voru ungir sjálfstæðismenn sem settu málið á dagskrá með breytingartillögu þar sem fram kemur að þeir telja framtíðarlausn í gjaldmiðilsmálum Íslands felast í öðrum gjaldmiðli en krónunni. Sú tillaga var á skjön við það sem fram kom í ræðu formanns flokksins og drögum að landsfundarályktun.

Hvað er íslenskt atvinnulíf?
Íslenskt atvinnulíf samanstendur af margs konar iðnaði, sjávarútvegi, verslun og þjónustu, ferðaþjónustu og landbúnaði, auk hins umfangsmikla opinbera reksturs ríkis og sveitarfélaga. Atvinnulífið er háð utanríkisviðskiptum. Hluti atvinnulífsins byggir á nýtingu náttúruauðlinda en annar hluti þess einkum á nýtingu hugvits, þótt auðvitað fari þetta saman í mörgum tilvikum. Sumar atvinnugreinar eru háðar náttúrusveiflum en aðrar óháðar veðurfari og árstíðum.

Lesa meira: Áhrif krónunnar á íslenskt atvinnulíf

Námskeið í boði

Stiki býður námskeið fyrir stjórnendur og starfsmenn í upplýsingaöryggi, gæðamálum og stöðlunum ISO 9001 og ISO 27001.· Sjá nánar hér.


© Stiki - Information Security - Laugavegur 178 - IS-105 Reykjavik - Phone: +354 5700 600