Bæjarskrifstofur Mosfellsbæjar semja við Stika

Heildarúttekt BSI á stjórnkerfi Stika í byrjun mars
11/03/2004
Félagsþjónustan í Reykjavík semur við Stika
27/05/2004

Nýlega var undirritaður ráðgjafasamningur milli Stika og bæjarskrifstofa Mosfellsbæjar. Samningurinn tekur til fyrsta áfanga í uppbyggingu á stjórnkerfi upplýsingaöryggis hjá bæjarskrifstofunum.

Stjórnkerfið er heildstætt og byggir á öryggisstaðlinum ISO 17799. Þegar hefur farið fram nokkur vinna vegna verkefnisins innan bæjarskrifstofanna. Byggt verður á þeirri vinnu og öll skjöl nýtt sem liggja fyrir.

Stjórnkerfi upplýsingaöryggis nær til starfsemi allra sviða bæjarskrifstofanna sem eru fjármála- og stjórnsýslusvið, fjölskyldusvið, fræðslu- og menningarsvið auk tækni- og umhverfissviðs. Gerð verða drög að heildstæðri skipulagshandbók þar sem m.a. ytra öryggi er lýst ásamt helstu atriðum varðandi skipulagslegar og tæknilegar öryggisráðstafanir. Verkferli verða rituð, m.a. vegna innra eftirlits. Tekið verður mið af skipulagshandbók Stika og beitt  aðferðum ISO 9000 samhliða ISO 17799. Þá verður gert áhættumat vegna vinnslu upplýsinga hjá bæjarskrifstofunum. Matið verður unnið í Stiki OutGuard.

Gert er svo ráð fyrir að í júní 2004 liggi fyrir fyrstu drög skipulagshandbókar og fullunnið áhættumat.