BSI staðfestir ISO vottanir STIKA

RM STUDIO ÚTGÁFA 3.0 KOMIN ÚT
10/01/2011
Stiki
Atvinnulífið verður að eflast
15/03/2011

British Standards Institution (BSI) hefur staðfest vottanir Stika um gæðavottun (ISO 9001) og  upplýsinga-, öryggis- og stjórnkerfi (ISO 27001) til næstu þriggja ára.  ISO staðlarnir eru alþjóðlegir og viðurkenndir um allan heim.  Stiki er fyrsta fyrirtækið á Íslandi sem bæði varð ISO 9001 og ISO 27001 vottað.  Stiki er einnig eina fyrirtækið í heiminum sem er ACP meðliðmur utan Bretlands og er Stiki félagsmaður nr. 140.  Stiki hlaut fyrst vottanir árið 2002.

Stiki telur það afar mikilvægt í framleiðslu og þróun á hugbúnaði sé lögð áhersla á að farið sé eftir ýtrustu gæðakröfum og að upplýsingaöryggi fyrirtækisins sé sem mest.  Það hefur best sýnt sig í fjölmiðlun síðustu misserin hversu mikilvægt er að gæta vel að meðferð upplýsinga og trúnaðargagna. 

Stiki hefur verið leiðandi í ráðgjöf við innleiðingu ISO 27001 staðla á Íslandi en aðstoðar fyrirtæki jafnframt við innleiðingu á fjölmörgum öðrum stöðlum.  Stiki framleiðir innleiðingarhugbúnaðinn RM Studio og kom út nú í janúar útgáfa 3.0.