Erlendur Steinn ráðinn framkvæmdastjóri Stika

Árangursrík áhættustjórnun
28/01/2013
Umslag fær öryggisvottun
Umslag fær ISO 27001 öryggisvottun
30/05/2013

Erlendur Steinn hefur tekið við starfi framkvæmdastjóra af Svönu Helen Björnsdóttur sem tekið hefur sæti sem starfandi stjórnarformaður Stika.

Erlendur Steinn mun leiða sókn Stika á erlenda markaði, marka stefnu þessu og stýra vexti fyrirtækisins í útflutningi á RM studio áhættumatshugbúnaði sem nýtur sérstöðu á sínu sviði.

Það er mikill styrkur af fá Erlend Stein, með mikla þekkingu og reynslu, til starfa hjá Stika og stýra sókn fyrirtækisins á erlenda markaði”, segir Svana Helen Björnsdóttir, stjórnarformaður Stika. 

Það eru spennandi tímar framundan hjá Stika og spennandi verkefni að stýra vexti fyrirtækisins í útflutningi á Risk Management Studio áhættumatshugbúnaði. RM Studio sem byggir á íslensku hugviti og er gott dæmi um hversu mikil verðmæti búa í hugviti og þekkingariðnaði á Íslandi”, segir Erlendur Steinn, framkvæmdastjóri Stika. 

 Stiki ehf. var stofnað árið 1992 og er ráðgjafar- og hugbúnaðarfyrirtæki sem sérhæfir sig í hugbúnaðarþróun og ráðgjöf með áherslu á gagnaöryggi og, tölvuöryggi og öryggismálum upplýsingakerfa.

Erlendur Steinn er tölvunarfræðingur að mennt og með víðtæka reynslu af stjórnendastörfum.  Hann starfaði frá 2002 til 2012 hjá Símanum, m.a. sem forstöðumaður fastlínkerfa, forstöðumaður virðisaukandi kerfa, forstöðumaður þróunar og forstöðumaður tæknideildar gagnasviðs.

Hann sá einnig um framkvæmd við þróun fyrsta þjónustuvers CCP á Íslandi við leikinn Eve Online. Árið 2000 stofnaði Erlendur fyrirtækið Íslandsvefi sem sérhæfði sig í að einfalda og hámarka þekkingarstjórnun hjá fyrirtækjum og var framkvæmdastjóri þess.

Erlendur var í stjórn Öryggismiðstöðvarinnar tímabilið 2010-2011 og er núverandi stjórnarformaður Spretts.