Fagnað hjá Stika

Stiki
Verkfræðistofan Stiki ehf. fær öryggis- og gæðavottun:
14/06/2002
Hlýtur öryggisvottun Breta:
25/06/2002
Stiki

Tímamót hafa orðið hjá Stika. Í dag fögnum við 10 ára afmæli auk þess sem Stiki hefur nýlega hlotið vottanir frá bresku staðlastofnuninni BSI. Það styrkir enn frekar það traust sem viðskiptavinir Stika bera til fyrirtækisins. Vottuð voru stjórnkerfi upplýsingaöryggis skv. BS 7799 og kerfi til gæðastjórnunar skv. ISO 9001. Við þetta tækifæri eru kynnt ný upplýsingakerfi í heilbrigðisþjónustu til að meta heilsufar aldraðra sem Stiki hefur þróað og mun reka fyrir heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið. Kerfin eru sérstaklega hönnuð m.t.t. öryggis upplýsinga. Heiðursgestur er hr. Jón Kristjánsson heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra.