Ferilsathugun (Case Study) hjá BSI

Innleiðing upplýsingaöryggis hjá Stjórnarráði Íslands skv. öryggisstaðli ISO
22/10/2002
Nýtt RAI-matskerfi gengur vel
31/01/2003

Stika var nýlega boðið að taka þátt í verkefni með bresku staðlastofnuninni BSI. Verkefnið snýst um að kynna kosti vottunar skv. BS 7799 á heimasíðu BSI. BSI hefur áður unnið að sambærilegu verkefni varðandi ISO 9000.
Þetta verkefni er unnið á þann hátt að gerðar eru „Case Studies“ hjá ýmsum fyrirtækjum um allan heim sem fengið hafa vottun skv. BS 7799 og er Stiki eitt þeirra. Það felur í sér kynningu á Stika og einnig gefst tækifæri til að kynnast reynslu annarra fyrirtækja á sérstakri heimasíðu BSI sem tileinkuð verður innleiðingu upplýsingaöryggis hjá einstökum fyrirtækjum.