Í byrjun mars fór fram heildarúttekt bresku staðlastofnunarinnar BSI á stjórnkerfi Stika.
Úttektin var gerð samkvæmt gæðastaðlinum ISO 9001:2000 og öryggisstaðlinum BS 7799-2:2002.
Úttektin var framkvæmd af Irvine Taylor, úttektarmanni á vegum BSI, og gekk hún mjög vel. Hann tók sérstaklega fram hve faglegar og vel gerðar áætlanir um stjórnun á rekstrasamfellu eru og að Stiki OutGuard, forrit þróað af Stika til að vinna áhættumat, leiðir notanda vel í gegnum ferlið og er auðvelt í notkun.
Áframhaldandi vottun BSI var því staðfest og er áætlað að næsta úttekt fari fram í mars 2005.