Heimsókn Ragnheiðar Elínar, iðnaðar- og viðskiptaráðherra

Nýr öryggisstjórnunarstaðall ISO 27001:2013 nú í boði í RM Studio hugbúnaði Stika
12/02/2014
Stiki
Ævintýrið sem við lifum
01/06/2015
Heimsókn Ragnheiðar Elínar, iðnaðar- og viðskiptaráðherra

Ragnheiður Elín, iðnaðar- og viðskiptaráðherra heimsótti Stika 27. nóvember s.l. ráðherra fræddist um starfsemi fyrirtækisins og hitti starfsfólk sem sagði frá þeim árangri sem Stika hefur náð í útflutning á árangursstjórnunarhugbúnaðinum RM Studio til 18 landa og notkun Heilsumatskerfa Stika hjá hátt í 100 stofnunum um allt land.  Starfsmenn Stika höfðu skreytt fyrirtækið og boðið var upp á nýbakaðar súkkulaðismákökur beint úr eldhúsi Stika og malt og appelsín. 

Heimsóknin var einkar ánægjuleg og þakkar starfsfólk Stika ráðherra og fylgdarliði fyrir komuna.