Hlýtur öryggisvottun Breta:

Stiki
Fagnað hjá Stika
18/06/2002
Innleiðing upplýsingaöryggis hjá Stjórnarráði Íslands skv. öryggisstaðli ISO
22/10/2002

Verkfræðistofan Stiki ehf. hlaut í apríl síðastliðnum öryggisvottun bresku staðlastofnunarinnar, BSI, en stofan er fyrst íslenskra fyrirtækja til að hljóta þá öryggisvottun. Starfsmenn Stika fögnuðu þessum tímamótum í vikunni ásamt Jóni Kristjánssyni heilbrigðisráðherra en um þessar mundir er verið að taka í notkun tvö upplýsingakerfi sem Stiki hefur unnið að í samvinnu við heilbrigðisráðuneytið. Um er að ræða kerfi sem meta eiga heilsufar aldraðra og er persónuvernd tryggð með nýjustu dulritunartækni.

Annars vegar er um að ræða svokallað vistunarmat sem gert er þegar aldraðir sækja um vist á stofnun en þá metur vinnuhópur sérfræðinga heilsufar og þörf fyrir vistun. Hins vegar er um að ræða svokallað RAI mat (raunverulegur aðbúnaður íbúa) og gert er einu sinni á ári eftir að einstaklingur hefur fengið vist á stofnun. Starfsmenn Stika fögnuðu einnig 10 ára afmæli fyrirtækisins á mánudag.

© Morgunblaðið, 2002