Landsvirkjun semur við Stika

Stiki fær verðlaun Útflutningsráðs fyrir bestu markaðsáætlunina.
27/05/2005
Stiki semur við STEF
16/12/2005

Nýlega var undirritaður ráðgjafasamningur milli Stika og Landsvirkjunar.

Samningurinn er rammasamningur og tekur einkum til uppbyggingar öryggisstjórnkerfis á Landsvirkjun sem samþætt er gæðakerfi fyrirtækisins.

Beitt er aðferðum öryggisstaðlanna BS 7799 og ISO 17799 auk þess sem gæðastaðli ISO 9001 er beitt.

Í tengslum við þessa vinnu hefur Landsvirkjun fest kaup á hugbúnaði Stika til áhættumats í vinnslu upplýsinga, Stika OutGuard.