MCS Holding LLC var stofnað árið 1993 og var á þeim tíma lítið fyrirtæki í ráðgjöf á sviði orkumála. Í dag hefur fyrirtækið stækkað mjög mikið og er þátttakandi á mörgum sviðum í viðskiptalífi Mongoliu s.s. orkumálum, verkfræðiþjónustu, upplýsingatækni, fjarskiptatækni, mat- og drykkjarvörumarkaði, kasmír og ullarframleiðslu, framleiðsla og sala á fatnaði, heild- og smásala auk fasteignareksturs og námuvinnslu.
Samningar og prófanir hafa staðið yfir síðan í desember 2010 og var formlegum samningum lokið með undirskriftum í morgun. RM Studio mun nýtast MCS Holding LLC við innleiðingu á ISO 27001 stöðlum svo og sérsniðnum stöðlum MCS Hollding LLC.
RM Studio er hugbúnaður sérstaklega ætlaður til aðstoðar og yfirsýnar við innleiðingu á alþjóðlegum stöðlum s.s. ISO 27001 og ISO 9001 og öllum öðrum stöðlum.
Stiki er sannfærður um að RM Studio muni reynast MCS Holding LLC vel í sínum innleiðingum.
Nánari upplýsingar um MCS Holding LLC er að finna hér á heimasíðu þeirra.