Ný RAI kerfi brátt tekin í notkun

Stiki ehf. og Landspítali-háskólasjúkrahús hafa gert með sér rammasamning.
06/02/2007
RM Studio sparar tíma og vinnu
16/02/2007

Nýverið lauk Stiki við þróun fyrstu útgáfu tveggja nýrra RAI kerfa; RAI öldrunarlækningar (Post Acute Care) og RAI geðheilbrigði (Mental Health).  Kerfin verða brátt tekin í notkun á Landspítala-háskólans

Nýverið lauk Stiki við þróun fyrstu útgáfu tveggja nýrra RAI kerfa; RAI öldrunarlækningar (Post Acute Care) og RAI geðheilbrigði (Mental Health).  Kerfin verða brátt tekin í notkun á Landspítala-háskólasjúkrahúsi.  Kerfin bætast þar með í flokk þeirra RAI kerfa sem Stiki hefur þróað.  Fyrsta kerfið sem Stiki þróaði, RAI hjúkrunarheimili (Nursing Home), hefur verið í notkun í 5 ár á hjúkrunarheimilum landsins og árið 2006 var RAI heimaþjónusta (Home Care) tekið í notkun af Félagsþjónustu Reykjavíkurborgar og Heimahjúkrun heilsugæslunnar.
RAI kerfin grundvallast á RAI aðferðafræðinni sem þróuð var af InterRAI (www.interrai.org), alþjóðlegum samtökum sérfræðinga í heilbrigðisgeiranum.  Með kerfunum eru framkvæmd RAI-möt á notendum þjónustu í heilbrigðiskerfinu. Ýmsar upplýsingar eru unnar úr matsgögnunum sem eru fyrst og fremst nýttar til að auka gæði þjónustu viðkomandi notenda. RAI kerfin eru öflug gæðastjórnunartæki sem einnig stuðla að aukinni hagkvæmni í rekstri.