Eldra fólki sem sækir sér læknisþjónustu á bráðamóttöku og bráðadeildir Landspítalans fjölgar stöðugt. Það er í takt við aukinn fjölda eldra fólks hér á landi. Til að unnt sé að sinna þessum hóp betur þarf að koma til móts við fjölbreyttar þarfir hans og því er verið að vinna að þróun nýs hugbúnaðar sem og að endurbæta verkferla innan Landspítalans.
Eldra fólk glímir oft við fjölþættan vanda, t.d. við aldurstengdar breytingar, fjölda langvinna sjúkdóma, tekur oft inn fjölda lyfja og býr við færnitap sem getur hvort tveggja verið líkamlegt og andlegt svo dæmi séu tekin. Til allra þessara þátta þarf að líta þegar eldra fólk sækir sér læknisaðstoð á heildrænan hátt.
https://www.mbl.is/greinasafn/grein/1562315/?item_num=19&searchid=5174bfee36b230dccb58848a728899e723ee0a44
Hér má lesa restina af umfjöllun Morgunblaðsins um RAI hugbúnað Stika