Nýr öryggisstjórnunarstaðall ISO 27001:2013 nú í boði í RM Studio hugbúnaði Stika

Stiki
Stiki tekur þátt í nýsköpunartorgi í Háskólanum í Reykjavík
12/02/2014
Heimsókn Ragnheiðar Elínar, iðnaðar- og viðskiptaráðherra
28/11/2014

Ný útgáfa upplýsingaöryggisstaðalsins ISO/IEC 27001:2013 tók gildi sem alþjóðlegur staðall 1. október síðastliðinn. Fyrirtæki og stofnanir sem eru með vottun samkvæmt eldri útgáfu staðalsins munu þurfa að uppfylla kröfur nýju útgáfuna og munu mörg hver fara í gegnum vottun samkvæmt nýjum staðli á þessu ári en í síðasta lagi fyrir 1. október 2015.

Öryggisstaðallinn aðstoðar fyrirtæki við að bæta öryggi upplýsinga sinna og aðstoðar við að koma í veg fyrir tap eða leka á mikilvægum upplýsingum.

RM Studio er íslenskur hugbúnaður með um hundrað notendur í 17 löndum og er sérstaklega hannaður til þess að halda utan um vottanir fyrir ISO 27001. Núna býðst notendum RM Studio að nýta hugbúnaðinum til að uppfæra eða innleiða öryggisstjórnkerfi samkvæmt þessum nýja staðli.

 Með RM Studio fæst mikið hagræði með að halda utan um alla þætti þessa nýja staðals með skilvirkum hætti og nota sjálfvirka vörpum á milli eftirlitsþátta.

Grunnuppsetning RM Studio er með tveimur notandum og einum staðli en hægt er að bæta við notendum eftir þörfum.

Gjaldfrjáls prófunarútgáfu RM Studio er hægt að nálgast á vefsíðu RM Studio: www.riskmanagementstudio.com