Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins eignast hlut í Stika

Hlaut alþjóðleg útflutningsverðlaun
02/11/2007
Er þörf fyrir nýsköpun?
15/01/2008

Nú um áramótin skrifuðu eigendur Stika, Bjarni Þór Björnsson og Svana Helen Björnsdóttir, undir samning við Nýsköpunarsjóð Atvinnulífsins um kaup sjóðsins á 31,6% hlut í Stika.

Ný stjórn hefur verið mynduð sem situr fram að næsta aðalfundi í maí 2008 og er hún þannig skipuð:

Finnbogi Jónsson, framkvæmdastjóri NSA er formaður stjórnar
Bjarni Þór Björnsson, meðstjórnandi
Svana Helen Björnsdóttir, meðstjórnandi
Gísli Benediktsson, varastjórnarmaður
Sæmundur E. Þorsteinsson, varastjórnarmaður

Á hluthafafundi var  jafnframt samþykkt sala á nýjum hlutum til starfsmanna Stika. Stiki er þekkingarfyrirtæki á sviði upplýsingatækni og sérhæfir sig í ráðgjöf og lausnum sem grundvallast á öryggi upplýsinga. Framtíðarsýn Stika er að byggja upp öflugt hátæknifyrirtæki, leiðandi á sínu sviði á alþjóðavísu. Framundan er aukin sókn á erlendan markað og áframhaldandi vöxtur. 
Frá vinstri: Finnbogi Jónson, Svana Helen Björnsdóttir, Bjarni Þór Björnsson og Gísli Benediktsson