Morgunblaðið 27. maí 2017
Nýtt Hugverkaráð Samtaka iðnaðarins hefur verið skipað, en rúmlega ár er frá því ráðið var sett á laggirnar.Í tilkynningu frá Samtökum iðnaðarins segir að hlutverk ráðsins sé að styrkja þau málefni sem eru sameiginleg fyrirtækjum sem starfa á alþjóðamörkuðum og byggja afurðir sínar og þjónustu á tækni og hugverki. „Markmið ráðsins er að efla samkeppnishæfni hugverka- og tæknifyrirtækja á Íslandi með því að vera leiðandi afl í hagsmuna- og stefnumálum þeirra,“ segir í fréttinni.
Í ráðinu sitja fulltrúar sjö starfsgreinahópa sem tilheyra hugverkasviði Samtaka iðnaðarins.
Í ráðinu eru Ragnheiður H. Magnúsdóttir hjá Marel, Kristinn Árni Lár Hróbjartsson hjá Kolibri, Pétur Már Halldórsson hjá Nox Medical, Svana Helen Björnsdóttir hjá Stika, Frosti Ólafsson hjá ORF líftækni, María Bragadóttir hjá Alvogen, Jóhann Þór Jónsson hjá Advania, Valgerður Hrund Skúladóttir hjá Sensa, Íris Ólafsdóttir hjá Kúla 3D, Erlendur Steinn Guðnason hjá Vizido, Hilmar Veigar Pétursson og Stefanía G. Halldórsdóttir hjá CCP og Kristinn Þórðarson og Helga Margrét Reykdal hjá framleiðslufyrirtækinu Truenorth.
Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu