Nýtt RAI-matskerfi gengur vel

Ferilsathugun (Case Study) hjá BSI
27/11/2002
Nýtt upplýsingakerfi fyrir vistunarmat aldraðra
10/02/2003

Síðustu vikur hefur gengið vel að tengja heilbrigðisstofnanir við nýtt RAI matskerfi Stika. Búið er að tengja 45 stofnanir af 56 sem skrá RAI matsgögn. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið gerði árið 2001 samning við Stika ehf. um rekstur og hýsingu gagnagrunna vegna RAI-mats og vistunarmats aldraðra. Samningurinn felur í sér að öll hjúkrunar- og dvalarheimili á landinu muni tengjast þessum gagnagrunnum með öruggum fjartengingum. RAI-mat (raunverulegur aðbúnaður íbúa) er aðferð til þess að meta heilsufar og aðbúnað íbúa á dvalar- og hjúkrunarheimilum. Aðferðin varð til í Bandaríkjunum fyrir um 15 árum en hefur síðan verið þýdd og staðfærð víða um heim í fjölþjóðlegu samstarfi sem nefnist Inter-RAI. Þátttaka Íslands í þessu samstarfi hófst 1993. Notkun þessarar aðferðar er háð höfundarrétti en heilbrigðisráðuneytið hefur gert samning við Inter-RAI sem heimilar Íslendingum notkun RAI-aðferðarinnar í þessu nýja upplýsingakerfi. Samkvæmt reglugerð er skylt að meta heilsufar og aðbúnað árlega og byggja matið á RAI-aðferð.