Nýtt upplýsingakerfi fyrir vistunarmat aldraðra

Nýtt RAI-matskerfi gengur vel
31/01/2003
Örugg meðferð upplýsinga -Stjórnun upplýsingaöryggis samkvæmt
10/04/2003

Þessa daga eru starfsmenn Stika að leggja síðustu hönd á nýtt vistunarmatskerfi fyrir heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið. Prófanir á kerfinu hafa gengið vel og áætlað er að tengja fyrstu skráningarstaðina um miðjan febrúar.  Í lögum um málefni aldraðra 1999 nr. 125 31. desember er fjallað um vistun aldraðra á stofnunum. Þar kemur fram að framkvæma skal mat á öllum þeim einstaklingum sem óska eftir vistun á stofnunum til langframa. Sérstakir matshópar, sem starfa í hverju heilsugæsluumdæmi, gera vistunarmatið. Í vistunarmati er þörf einstaklings fyrir vistun metin.

Einnig er lagt mat á hvers konar vistunarúrræði henti best. Að fengnu vistunarmati getur hinn aldraði sett fram óskir um þann stað sem hann kýs helst að dveljast á. Yfirleitt er einhver bið eftir vistunarplássum og meginmarkmið vistunarmatsins er því að finna þá einstaklinga sem eru í brýnastri þörf fyrir vistun og láta þá ganga fyrir þegar kemur að úthlutun vistunarplássa.