Örugg meðferð upplýsinga -Stjórnun upplýsingaöryggis samkvæmt ISO 17799. Námskeið 7. og 8. maí 2003 hjá Staðlaráði Íslands Leiðbeinandi námskeiðsins er Svana Helen Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Stika, sem lokið hefur prófi í úttektarstjórnun „Lead Auditor“ hjá BSI. Markmið námskeiðsins er að þátttakendur geti gert grein fyrir áherslum og uppbyggingu staðlanna ÍST ISO/IEC 17799 og IST BS 7799-2 og þekki hvernig þeim er beitt við stjórnun upplýsingaöryggis og mótun öryggisstefnu í fyrirtækjum og stofnunum. Stiki hefur staðið fyrir innleiðingu á öryggisstaðlinum ISO 17799 hjá fjölmörgum aðilum síðustu misseri. Meðal þeirra eru öll ráðuneyti Stjórnarráðsins, Neyðarlínan, Verðbréfaskráning Íslands, Íslandsbanki, Landlæknisembættið og ýmsar heilbrigðisstofnanir um land allt. Námskeiðið er haldið hjá Staðlaráði Íslands.