PCI staðallinn

Stiki hlýtur gullvottun Microsoft
04/09/2007
Stiki aðstoðar Betware við innleiðingu upplýsingaöryggis skv. ISO/IEC 27001
20/09/2007

Vegna aukningar á innbrotum í gagnabanka seljenda og/eða annara þeirra sem geyma eða vinna kortaupplýsingar hafa alþjóðlegu kortafyrirtækin VISA og MasterCard komið sér saman um öryggisstaðal er varðar meðhöndlun, geymslu, aðgengi og eyðingu kortaupplýsinga.

Staðallinn nefnist PCI DSS(Payment Card Industry Data Security Standard). Söluaðilum sem meðhöndla meira en 15.000 VISA eða MasterCard færslur á ársgrundvelli ber að fara í öryggisúttekt samkvæmt þessum staðli. Stiki veitir fyrirtækjum ráðgjöf við að uppfylla kröfur staðalsins. Sérfræðingar Stika hafa margra ára reynslu í úttektum á sviði upplýsingaöryggis almennt.

Sérfræðingar Stika eru tölvunarfræðingar sem m.a. hafa sérhæft sig í innbrotsprófunum og flóknum tæknilegum úrlausnum á sviði öryggismála fyrir mörg af stærstu fyrirtækjum og stofnunum landsins. Nánari upplýsingar um PCI DSS staðalinn er að finna á http://www.pcisecuritystandards.org/.

Nánari upplýsingar um ráðgjöf í PCI DSS staðlinum veitir Svavar Ingi Hermannsson, sérfræðingur hjá Stika í síma 5 700 600 eða á netfangið svavar@stiki.is