RM Studio fyrsti íslenski PC hugbúnaðurinn í Windows Store Microsoft

Umslag fær öryggisvottun
Umslag fær ISO 27001 öryggisvottun
30/05/2013
Mannleg mistök
Öryggi upplýsinga
13/12/2013

Stiki hefur fengið RM Studio áhættustjórnunar­hugbúnað sinn vottaðan fyrir Windows 8.1, sem er nýjasta stýrikerfi Microsoft. Vottunin veitir Stika aðgang að markaðs- og söluneti Microsoft og gerir RM Studio aðgengilegt í Windows Store hjá Window 8 notendum í 190 löndum. Áætlað er að um 100 milljón notenda séu nú með Microsoft Windows 8 og hafa þeir nú beinan aðgang að RM Studio gegnum innbyggða Windows verslun stýrikerfisins. Vottunarferli Microsoft  fyrir Windows 8.1 hugbúnað er bæði nákvæmt og ítarlegt. Veruleg vinna var lögð í þetta vottunarferli af hendi Microsoft á Íslandi og Stika.

RM Studio fyrsti íslenski hugbúnaðurinn

Frá vinstri: Erlendur Steinn Guðnason, framkvæmdastjóri Stika,  og Heimir Fannar Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri Microsoft á Íslandi.

„Það er gríðarlegur heiður fyrir okkur hjá Stika að vera fyrst íslenskra fyrirtækja til að bjóða upp á PC hugbúnað í Windows Store Microsoft og geta þannig náð til 100 milljón viðskiptavina í 190 löndum“, segir Erlendur Steinn Guðnason, framkvæmdastjóri Stika.

„Stiki hefur verið Microsoft Partner síðan 2006 og við hjá Microsoft á Íslandi erum stolt af því að vinna með Stika að koma íslensku hugviti á framfæri við Windows notendur um allan heim“, segir Heimir Fannar Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri Microsoft á Íslandi.

RM Studio er sérhæfður áhættustjórnunarhugbúnaður sem styður við innleiðingu stjórnkerfi upplýsingaöryggis (ISMS) og gæðastjórnunar (QMS). Það tekur útgangspunkt í alþjóðlegum stöðlum og inniheldur fyrirfram skilgreinda áhættuþætti tengda við staðla og áhættustjórnunarkerfi. RM Studio byggir á íslensku hugviti og í dag eru 97 viðskiptavinir í 17 löndum að nýta hugbúnaðinn til áhættu- og gæðastjórnunar. Frekari upplýsingar um RM Studio má finna á www.riskmanagementstudio.com.