Risk Management Studio, hér eftir nefndur RM Studio, er hugbúnaður til áhættustjórnunar sem hugsaður er fyrir stofnanir, fyrirtæki og sveitarfélög sem eru að leitast eftir lausn sem er fær um að hjálpa til við áhættustjórnunarferlið. Hugbúnaður okkar var hannaður eftir hugmyndafræði RMstudio_stikiöryggisstaðlanna ISO 27001 og ISO 27001. Síðan þá hefur hugbúnaðurinn verið þróaður til þess að meðhöndla aðra staðla, auk þess sem notendur geta nú aðlagað hugbúnaðinn að sínum þörfum.


RM Studio er hannaður með það að markmiði að einfalda ferlið í kringum innleiðingu staðla , áhættugreiningu og áhættustjórnun. Frekari upplýsingar um hugbúnaðinn má nálgast á heimasíðu RM Studio og þar má einnig sækja prófunaráskrift í 30 daga.
Helsti ávinningur notenda:
- Tímasparnaður
- Færri ráðgjafatímar
- Auðvelt að rekja aðgerðir
- Auðveldar innleiðingu upplýsingaöryggis
- Öflugur skýrslugjafi
- Áhættueftirlit og áhættumat
Eftirfarandi alþjóðlegir staðlar eru í boði fyrir RM Studio:
- ISO 27002 - Information technology — Security techniques — Code of practice for information security controls
- ISO 27001 - Information technology — Security techniques — Information security management systems - Requirements
- ISO 9001 - Quality management systems - Requirements
- ISO 31000, Risk management - Principles and guidelines
- PCI DSS 3.2 - Detailed Requirements and Security Assessment Procedures
- COSO Internal Control - Integrated Framework (með eigin notandaleyfi)
- WLA-SCS : 2012 World Lottery Standard
- Cloud Controls Matrix 3.0.1
- ISO 14001 - Environmental management systems
Einnig bjóðum við uppá aðra staðla auk þess sem listi okkar yfir tiltækilega staðla er stöðugt að stækka. Ráðgjafar Stika geta einnig aðstoðað við uppsetningu annarra staðla að beiðni notenda.
RM Studio er Microsoft samhæfður hugbúnaður og þróaður í Microsoft Visual Studio. Hugbúnaðarþróun fer fram skv. sérstöku ferli, Microsoft Solution Framework. Hún er, eins og öll önnur starfsemi Stika, vottuð af British Standards Institution skv. ISO ISO 27001.