Alþjóðlega staðlastofnunin ISO hefur gefið út staðalinn ISO 22301, staðal um rekstrarsamfellu. ISO 22301 mun leysa af hólmi BS 25999-2. Staðallinn veitir fyrirtækjum og stofnunum, um allan heim, sameiginlega umgjörð við innleiðingu stjórnkerfa fyrir rekstrarsamfellu.
Þau fyrirtæki og stofnanir sem eru nú þegar vottuð, eða í vottunarferli, samkvæmt BS 25999-2 munu hafa tvö ár til þess að samræmast kröfum ISO 22301.
Nánari upplýsingar um ISO 22301 má nálgast á heimasíðu ISO. Einnig má alltaf hafa samband við ráðgjafa okkar á stiki@stiki.eu