Stefnumótun

Stiki býður ráðgjöf í mótun upplýsingaöryggisstefnu fyrirtækja og stofnana. Auk upplýsingaöryggisstefnu er þörf á að móta aðrar stefnur til stuðnings öryggisstefnunni, t.d. aðgangsstefnu, fjarvinnustefnu og gæðastefnu.

Ráðgjafar Stika aðstoða viðskiptavini við gerð annarra sértækra stefna fyrirtækis eða stofnunar, svo sem útvistunar- og verktakastefnu, umhverfisstefnu og starfsmannastefnu.

Almennt gildir að stefnur innihalda eftirfarandi þætti:

  • Tilgangur
  • Umfang
  • Markmið
  • Leiðir að markmiði
  • Ábyrgð
  • Endurskoðun
  • Samþykki

Á síðunni „Um Stika“ er að finna öryggis– og gæðastefnur Stika sem gefa góða mynd af því hvað í slíkum stefnum felst.