Stiki fær verðlaun Útflutningsráðs fyrir bestu markaðsáætlunina.

Prentsmiðjan Gutenberg semur við Stika
08/04/2005
Landsvirkjun semur við Stika
24/08/2005

Sjö íslensk fyrirtæki hafa á undanförnu misseri tekið þátt í verkefninu Útflutningsaukning og hagvöxtur, sem Útflutningsráð Íslands stóð að í fimmtánda sinn.

Veitt voru verðlaun fyrir bestu markaðsáætlunina og var Stiki hlutskarpastur að þessu sinni með markaðsáætlun fyrir Stika OutGuard á Bretlandsmarkað.

Þau fyrirtæki sem tóku þátt í verkefninu eru auk Stika, Skýrr, Trico, Aurum, Ragna Fróða, Ferðaskrifstofa Austurlands og Truenorth. Meðal fyrirtækja sem áður hafa hlotið þessa viðurkenningu eru Bakkavör og Össur.

Auk Útflutningsráðs standa Samtök iðnaðarins, Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins, Byggðastofnun og Bakkavör að verkefninu.