Stiki hefur gengið til samstarfs við þýska fyrirtækið Synargos. Fyrirtækið sérhæfir sig í dulkóðun, öryggislausnum og verkferlum með öryggismál tölvukerfa sem lykilþátt. Synargos mun selja RM Studio í Þýskalandi, Austurríki og Sviss. Nánari upplýsingar um Synargos má nálgast á heimasíðu fyrirtækisins á www.synargos.com.