Stiki gengur til samstarfs við Landmælingar Íslands

Stiki orðinn samstarfsaðili bresku staðlastofnunarinnar BSI
21/12/2005
Stjórnkerfi Stika tekið út skv. ISO 9001 og ISO 27001
19/05/2006

Stiki og Landmælingar Íslands hafa gengið til samstarfs um ráðgjöf Stika til Landmælinga um innleiðingu upplýsingaöryggis hjá stofnuninni.

Stiki og Landmælingar Íslands hafa gengið til samstarfs. Samningurinn tekur til ráðgjafar við gerð skipulagshandbókar skv. ISO 9001 og BS 7799 og nær til allrar starfsemi Landmælinga Íslands.

Hlutverk Landmælingar Íslands er m.a. að tryggja að ávallt séu til staðar landfræðileg gögn um Ísland sem nauðsynleg eru fyrir samfélagið og eru stjórnvöldum til ráðuneytis í þeim málum. Landmælingar Íslands afla landfræðilegra gagna sem notuð eru til ávinnings fyrir samfélagið.