Stiki hlaut Gæfuspor FKA 2010

Fyrirmyndarkvenfrumkvöðlar
20/01/2010
Stiki aðstoðar Reykjavíkurborg við að hljóta alþjóðlega ISO 27001 öryggisvottun
30/08/2010

Félag kvenna í atvinnurekstri (FKA) afhenti sínar árlegu viðurkenningar við hátíðlega athöfn í Perlunni þann 21. janúar s.l. Stiki hlaut Gæfuspor 2010 fyrir að hafa skarað fram úr við að virkja kraft kvenna í sínum röðum, en fjórir af fimm stjórnendum hjá Stika eru konur.

Stiki býður upp á heildarlausnir í upplýsingaöryggismálum; hugbúnað til að meta gæði starfsemi og þjónustu, áhættu í rekstri, greina verkferli og bæta verklag. Viðskiptavinir fyrirtækisins hér heima eru aðallega opinberir aðilar og stærri fyrirtæki – en félagið lumar einnig á alls kyns lausnum fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki; lausnum sem gera þau samkeppnishæfari, skilvirkari og öruggari en ella.

Á myndinni er Svana Helen Björnsdóttir ásamt Birnu Einarsdóttur bankastjóra Íslandsbanka og stjórnendum Stika, talið frá vinstri: Bjarni Þór Björnsson, eigandi og tæknilegur framkvæmdastjóri Stika, Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka, Inga Guðrún Gestsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs, Guðlaug Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri hugbúnaðarsviðs og Ragnheiður K. Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs.

Stiki er nú í eigu þriggja aðila; Svönu Helenar Björnsdóttur, rafmagnsverkfræðings, Bjarna Þórs Björnssonar, stærðfræðings og tæknilegs framkvæmdastjóra félagsins og Nýsköpunarsjóðs. Það vekur hinsvegar athygli að af fimm framkvæmdastjórum fyrirtækisins eru fjórar konur. Ekki síst er þetta athygli vert þar sem framboð er mun minna af konum en körlum í tæknigeirnaum. Að sögn Svönu er það hinsvegar ekki yfirlýst stefna félagsins að ráða konur umfram karla. Þau telji sig einfaldlega hafa ráðið hæfasta fólkið hverju sinni.

Svana Helen Björnsdóttir, forstjóri Stika er einnig formaður Samtaka sprotafyrirtækja.