Stiki leiðir upplýsingatæknisvið LSH til vottunar skv. BS 7799

RM Studio sparar tíma og vinnu
16/02/2007
Stiki þátttakandi á ráðstefnu í Rostock
30/05/2007

Landspítali háskólasjúkrahús, fyrsta háskólasjúkrahúsið á Norðurlöndum til að hljóta öryggisvottun skv. öryggisstaðlinum BS 7799 frá Bresku Staðlastofnuninni BSI.

Stiki var ráðgjafi spítalans við innleiðingu á öryggisstaðlinum BS 7799. “Mikilvægur áfangi sem stuðlar að betri nýtingu fjármagns og hámörkun öryggis og þjónustu á spítalanum” – segir Ólafur Aðalsteinsson, deildarstjóri stoðdeildar upplýsingatæknisviðs LSH.

Áfangi og ákvörðun sem skiptir alla landsmenn máli þar sem um er að ræða aðgerðir sem stuðla að auknu öryggi og bættri heilbrigðisþjónustu á sem hagkvæmastan hátt.
Áfangi sem skiptir alla landsmenn máli
Sá ávinningur sem spítalinn telur að fáist við þennan áfanga er öruggara rekstrarumhverfi, staðfesting á að notast er við viðurkenndar öryggisreglur, bætt öryggisvitund, skilvirkari stjórnun og starfsreglur, betri skilningur á því hvar nauðsynlegt er að bæta öryggi, minni líkur á tjóni, og síðast en ekki síst betri nýting á fjármunum sem varið er til að bæta vernd upplýsinga. Heilbrigðisráðuneytið hafði forgöngu um verkefni á sviði upplýsingaöryggismála Haustið 2002 setti heilbrigðisráðuneytið á stofn tilraunaverkefni um innleiðingu upplýsingaöryggis hjá íslenskum heilbrigðisstofnunu. Í þessu verkefni tóku auk LSH þátt, Tryggingastofnun ríkisins, Heilbrigðisstofnun Austurlands og Heilsugæslan í Reykjavík. Stiki var fenginn sem ráðgjafi ráðuneytisins í verkefninu, en Stiki sérhæfir sig í ráðgjöf á sviði upplýsingaöryggismála. Fljótlega var tekin ákvörðun innan LSH  að fara alla leið og sækjast eftir vottun samkvæmt öryggisstaðlinum BS 7799 undir handleiðslu Stika.  Í  september 2005 var sótt um vottun til BSI sem varð að veruleika þann 1. mars sl. og var verkefnið leitt af ráðgjöfum Stika frá upphafi til enda.