Stiki semur við heilbrigðisráðuneytið

Innleiðing ISO 9001 hjá Landmælingum Íslands
22/04/2008
Iðnaðarráðherra heimsækir Stika
13/01/2009

Heilbrigðisráðuneytið hefur samið við Stika ehf. um þjónustu og rekstur RAI kerfa fyrir hjúkrunarheimili. Það voru þau Svana Helen Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Stika, og Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðisráðherra, sem undirrituðu samninginn síðdegis. Hann felur í sér að Stiki tekur að sér að annast rekstur, hýsingu og þjónustu RAI (Nursing Home) skráningarkerfis og undirliggjandi gagnasafns fyrir verkkaupa.

Markmið samningsins er að tryggja stöðugan rekstur RAI (Nursing Home) skráningakerfis og gagnasafns þannig að það nýtist til skráningar RAI-mælinga á inniliggjandi heimilisfólki á hjúkrunarheimilum (RAI Nursing Home).