Stiki hefur undirritað samning við STEF, samband tónskálda og eigenda flutningsréttar. Samningur þessi nær yfir þjónustu og þróun á sértæku tölvukerfi sambandsins sem nefnt er Stef 2000.
Stiki hefur undirritað samning við STEF, samband tónskálda og eigenda flutningsréttar.
Samningur þessi nær yfir þjónustu og þróun á sértæku tölvukerfi sambandsins sem nefnt er Stef 2000. Kerfið heldur utan um upplýsingar um íslenska höfunda og aðra rétthafa tónlistar og verk þeirra, svo og um úthlutun höfundarréttargreiðslna til þeirra.“STEF-gjöld“ eða höfundarréttargjöld eru gjöld sem notendur tónlistar, t.d. útvarpsstöðvar og tónleikahaldarar, greiða til STEFS. Síðan er þeim upphæðum úthlutað til höfunda/rétthafa að tónlistinni sem notuð hefur verið. Kerfið heldur utan um stefgjöld höfundarrétthafa tónlistar á Íslandi.