
Svana Helen Björnsdóttir, framkvæmdastjóri
Svana Helen stundaði nám í rafmagnsverkfræði við Háskóla Íslands og síðan framhaldsnám við Technische Universität Darmstadt í Þýskalandi, þaðan sem hún lauk Dipl.-Ing. meistaraprófi í raforkuverkfræði. Hún hefur einnig stundað nám í rekstrarverkfræði við Háskóla Íslands og leggur nú stund á doktorsnám í kerfisverkfræði við Háskólann í Reykjavík. Svana Helen er vottaður úttektarmaður stjórnkerfa sem byggja á alþjóðlegum öryggisstaðli ISO/IEC 27001, þ.e. International Register of Certificated Auditors (IRCA) Certified Lead Auditor of ISO/IEC 27001 Information Security Management Systems. Alþjóðleg starfsréttindi veitt og vottuð af bresku staðlastofnuninni, British Standards Institution (BSI). Svana stofnaði upplýsingatæknifyrirtækið Stika árið 1992 og starfar þar sem framkvæmdastjóri. Hún var formaður Samtaka iðnaðarins 2012-2014 og sat þá samtímis í framkvæmdastjórn og stjórn Samtaka atvinnulífsins. Svana hefur margra ára starfsreynsla af rekstri, áhættugreiningu og áhættustjórnun í rekstri. Hún hefur unnið að ýmsum sérfræðiverkefnum þar sem mikil áhersla er lögð á öryggismál tölvukerfa og upplýsingavernd. Hún hefur setið í stjórnum fjölmargra fyrirtækja, samtaka og stofnana og hefur víðtæka reynslu af stjórnun fyrirtækja bæði hérlendis og erlendis. Svana hefur m.a. setið í stjórn Persónuverndar, Landsnets, Söfnunarsjóðs lífeyrisréttinda og Haga.Netfang: svana@stiki.eu

Christopher Robert Brown, ráðgjafi og markaðsstjóri
Chris er með BS gráðu í Corporate Security frá Swiss Management Center og hefur stundað nám í viðskiptafræði við Concordia University og Hibbing Community Collage. Chris hefur 20 ára reynslu í smásölu og B2B viðskiptum á sviði markaðsetningar, sölu og vörumerkjaþróunar erlendis og svo hjá Stika ehf. Þar sér hann um alla markaðsetningu á RM Studio erlendis, þjónustu við viðskiptavini og viðhald viðskiptasambands. Hann sér einnig um alþjóðlegan vef fyrir RM studio, vefbestun (SEO) og alla kynningar starfsemi tengdri sölu á RM Studio fyrir erlenda viðskiptavini.Netfang: chris@stiki.eu

Aron Friðrik Georgsson, ráðgjafi í áhættustjórnun, persónuvernd og gagnaöryggismálum
Aron Friðrik er með B.Sc. gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands. Hann hefur einnig stundað nám í verkfræði við Háskóla Íslands og í mekatróník, hátæknifræði. Aron Friðrik er vottaður úttektarmaður stjórnkerfa sem byggja á alþjóðlegum öryggisstaðli ISO/IEC 27001, þ.e. International Register of Certificated Auditors (IRCA) Certified Lead Auditor of ISO/IEC 27001 Information Security Management Systems. Alþjóðleg starfsréttindi veitt og vottuð af bresku staðlastofnuninni, British Standards Institution (BSI).Netfang: aron@stiki.eu

Sæmundur E. Þorsteinsson, ráðgjafi í áhættustjórnun og öryggismálum fjarskipta
Sæmundur er með Dipl.-Ing. meistarapróf í fjarskiptaverkfræði frá Technische Universität Darmstadt í Þýskalandi og Cand.Scient. gráðu í rafmagnsverkfræði frá Háskóla Íslands. Sæmundur vann lengi að rannsóknum og stefnumörkun á sviði fjarskipta og staðsetningartækni. Hann hefur kennt um áratugaskeið við Háskóla Íslands, Tækniháskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík námskeið um fjarskipti, sjálfvirk stýrikerfi, merkjafræði, staðsetningartækni, mælitækni og rafsegulfræði. Sæmundur er vottaður úttektarmaður stjórnkerfa sem byggja á alþjóðlegum öryggisstaðli ISO/IEC 27001, þ.e. „International Register of Certificated Auditors (IRCA) Certified Lead Auditor of ISO/IEC 27001 Information Security Management Systems“. Þetta eru alþjóðleg starfsréttindi veitt og vottuð af bresku staðlastofnuninni, British Standards Institution (BSI).Netfang: saemi@stiki.eu