Stjórnkerfi Stika tekið út skv. ISO 9001 og ISO 27001

Stiki gengur til samstarfs við Landmælingar Íslands
16/02/2006
Viljinn einn nægir ekki
01/09/2006

Nú í maí fór fram úttekt bresku staðlastofnunarinnar BSI á stjórnkerfi Stika. Starfsemi Stika var tekin út gagnvart gæðastaðlinum ISO 9001:2000 og öryggisstaðlinum ISO 27001.

Nú í maí fór fram úttekt bresku staðlastofnunarinnar BSI á stjórnkerfi Stika. Stiki hlaut fyrst vottun gagnvart ISO 9001 og öryggisstaðlinum BS 7799 á árinu 2002. BSI hefur tekið starfsemina út á hverju ári síðan og hefur Stiki ávallt staðist vottunarkröfur.

Öryggisstaðallinn BS 7799 var endurskoðaður og uppfærður á árinu 2005 og gefinn út sem alþjóðlegur staðall með númerið ISO 27001. Hjá Stika var tekin sú ákvörðun að uppfæra stjórnkerfið til samræmis við þennan nýja staðal.
Starfsemi Stika var því nú tekin út gagnvart gæðastaðlinum ISO 9001:2000 og öryggisstaðlinum ISO 27001. Stiki er fyrsta íslenska fyrirtækið sem tekið er út gagnvart ISO 27001.

Niðurstaða úttektarmanns BSI var að mæla með því að BSI votti að starfsemi Stika standist kröfur í ISO 9001 og ISO 27001.
Áætlað er að næsta úttekt fari fram vorið 2007.