Svana Helen Björnsdóttir

Svana Helen Björnsdóttir, framkvæmdastjóri

svana@stiki.eu

Meistaragráða í rafmagnsverkfræði frá Technische Universität Darmstadt í Þýskalandi. Margra ára starfsreynsla af rekstri og verkefnastjórnun. Sérfræðingur í áhættugreiningu og áhættustjórnun í rekstri. Umfangsmikil þekking á beitingu staðla í rekstri, s.s. ISO 9001 og ISO 27001.

Svana Helen Björnsdóttir
Svana Helen Björnsdóttir

Stofnaði Stika ehf. árið 1992.

Stofnaði dótturfélagið Stiki Ltd. í Bretlandi árið 2006.

Allur rekstur Stika hefur verið gæðavottaður og öryggisvottaður af bresku staðlastofnuninni BSI frá 2002, skv. ISO 9001 og ISO/IEC 27001.

Stiki hefur verið samstarfsaðili Microsoft frá 2006.

Stiki hefur verið Associated Consulting Partner bresku staðlastofnunarinnar, BSI, frá 2006.

Menntun

Doktorsnám við verkfræðideild Háskólans í Reykjavík frá 2013. Rannsóknir á aðferðafræði við áhættugreiningu.

Vottaður úttektarmaður stjórnkerfa sem byggja á alþjóðlegum öryggisstaðli ISO/IEC 27001.
International Register of Certificated Auditors (IRCA) Certified Lead Auditor of ISO/IEC 27001 Information Security Management Systems.
Alþjóðleg starfsréttindi veitt og vottuð af bresku staðlastofnuninni, BSI, fyrst árið 2001 og aftur árið 2007.

Símenntun í Viðskiptasmiðju Háskólans í Reykjavík 2008-2009.

Nám í alþjóðlegum markaðsfræðum á Íslandi, í Svíþjóð og Ungverjalandi 2006-2009.

Framhaldsnám og próf í rekstrarverkfræði við vélaverkfræðideild Háskóla Íslands árið 1991.

Dipl.-Ing. / M.Sc. í rafmagnsverkfræði við Technische Universität Darmstadt í Þýskalandi árið 1987.

Nám í rafmagnsverkfræði við Háskóla Íslands 1980 – 1983.

Stúdentspróf frá eðlisfræðideild I í Menntaskólanum í Reykjavík 1980.

Starfsreynsla

Frá 1992: Störf í eigin fyrirtæki, Stika ehf., frá stofnun þess í mars 1992.

Auk þess að sinna almennum rekstri fyrirtækisins, vexti þess og útflutningi, þá hefur Svana unnið að ýmsum sérfræðiverkefnum þar sem mikil áhersla er lögð á öryggismál tölvukerfa og upplýsingavernd. Mörg hafa verið unnin fyrir milligöngu tölvunefndar, síðar Persónuverndar, m.a. fyrir Seðlabanka Íslands, ráðuneyti, stjórnsýslustofnanir, Embætti landlæknis, Íslenska erfðagreiningu, Hjartavernd, Krabbameinsfélagið, Tryggingastofnun ríkisins, barnaverndarstofnanir, sveitarfélög og háskólastofnanir.

Svana hefur verið í fararbroddi við innleiðingu á öryggis- og gæðastöðlum í rekstri. Hún hefur í rekstri Stika lagt mikla áherslu á öryggi og gæði við notkun upplýsingatækni í heilbrigðisþjónustu. Vann ásamt Guðmundi Sigurðssyni lækni skýrslu fyrir tölvunefnd 1999 um öryggi í vinnuferli í samstarfsverkefnum lækna og Íslenskrar erfðagreiningar. Hún hefur unnið margvísleg ráðgjafastörf, úttektir og skýrslur um upplýsingaöryggismál fyrir fyrirtæki og stofnanir, t.d. Persónuvernd vegna úttekta stofnunarinnar hjá Lyfjastofnun, Lyfju, Lyfjum og heilsu, Hjartavernd og Krabbameinsfélagi Íslands, LSH og fleiri aðilum.

Í rekstri Stika hefur á síðustu árum verið lögð áhersla á þróun heildstæðra hugbúnaðarlausna til útflutnings. Stiki þróar tvenns konar hugbúnaðarlausnir, annars vegar til að meta áhættu í rekstri og hins vegar til að meta gæði heilbrigðisþjónustu. Byggt er á ferlavirkni og notkun alþjóðlegra staðla.

Risk Management Studio, RM Studio ®, er hugbúnaður hannaður fyrir fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög sem vilja tryggja öryggi og gæði í allri starfsemi sinni. Byggt er á aðferðafræði ISO stjórnunarstaðla og hugbúnaðarlausnin auðveldar fyrirtækjum að fá faggilda vottun.

RAI-hugbúnaður Stika er þróaður í samstarfi við íslenskar heilbrigðisstofnanir til gæðamats í heilbrigðisþjónustu. Byggt er á alþjóðlegri RAI-aðferðafræði (Residental Assessment Instrument). Gæði þjónustu eru metin fyrir marga þætti heilbrigðisþjónustu og gæðavísar reiknaðir út. RAI-hugbúnaðarsvítan er ætluð opinberum- og einkaaðilum sem veita klíníska heilbrigðisþjónustu af einhverju tagi.

Allur rekstur Stika er og hefur verið vottaður skv. ISO 9001 og ISO/IEC 27001 síðan 2002. Á þessum vottunum byggir Stiki alþjóðlegt traust sitt í viðskiptum og mun gera það áfram. Ennfremur er Stiki gullvottaður Microsoft samstarfsaðili frá árinu 2006.

Útflutningur á RM Studio hófst í árslok 2008 og í byrjun árs 2012 var Stiki með viðskiptavini og samstarfsaðila í 16 löndum. Hugbúnaðarþróun er styrkt af Tækniþróunarsjóði Rannís og nýjar útgáfur af RM Studio koma út 3-4 sinnum á ári.

RAI-hugbúnaður Stika var upphaflega þróaður fyrir íslenska heilbrigðisþjónustu. Útflutningur er í undirbúningi og eru tilraunaverkefni í gangi í Svíþjóð við þróun og markaðsfærslu hugbúnaðarins fyrir alþjóðlegan markað.

Svana hefur ritað fjölda greina í blöð og tímarit um ýmis rekstrar- og atvinnutengd mál. Hún hefur um margra ára skeið unnið sem leiðbeinandi og kennari við menntastofnanir landsins. Hún hefur einnig haldið fjölda fyrirlestra bæði hérlendis og erlendis um atvinnutengd mál, s.s. nýsköpun, frumkvöðlafræði, sölu- og markaðsmál, útflutning og atvinnuþátttöku kvenna.

Svana hefur verið leiðbeinandi í allmörgum meistaraverkefnum, bæði við Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík. Þessi verkefni hafa verið liður í þekkingaröflun og nýsköpun Stika og hafa skilað hagnýtum hugbúnaðarlausnum; lausnum sem skilað hafa útflutningsverðmætum og áætlað er að framtíðarvöxtur Stika muni byggja á. Stiki hefur um árabil veitt um 30% af veltu til rannsóknar og þróunar.

1987-1992: Verkfræðingur hjá Verk- og kerfisfræðistofunni Streng í Reykjavík.  Vann þar að ýmsum hugbúnaðarverkefnum m.a. fyrir RARIK og Húsnæðisstofnun ríkisins.

1986-1987: Rafmagnsverkfræðingur hjá AEG í Seligenstadt í Þýskalandi. Vann þar við þróun sérhæfðra hugbúnaðarstýringa fyrir reglun á vatnsrennsli í vatnsaflsvirkjunum. Verkefni sem unnið var í framhaldi af meistaraverkefni við háskólann í Darmstadt.

1980 – 1986: Verkþjálfun með námi á renniverkstæði vélsmiðjunnar Héðins hf., á rafmagnsverkstæði Fálkans hf. og á rannsóknarstofu Siemens AG í München í Þýskalandi.

Viðurkenningar

Aldarviðurkenning Verkfræðingafélags Íslands, veitt á 100 ára afmæli Verfræðingafélagsins í Hörpu 19. apríl 2012.

Viðurkenning sem kvenfrumkvöðull, veitt í Reykjavík 8. september 2011.
Special Recognition Award to Svana Helen Björnsdóttir for her Innovative Achievements at the Occasion of the European Women Inventors Network International Awards Ceremony , 8. September 2011 in Reykjavik, Iceland.

Gæfuspor FKA 2010 veitt Stika sem fyrirtæki, sem öðrum fremur hefur virkjað kraft kvenna til áhrifa í atvinnulífinu. Viðurkenning afhent í Reykjavík í janúar 2010.

Útnefnd fyrirmyndarkvenfrumkvöðull af Enterprise Europe Network innan ESB.
Viðurkenning sem Female Entrepreneurship Ambassador afhent af Viktoríu krónprinsessu Svíþjóðar í Stokkhólmi í október 2009.

Sæmd gullmerki Verkfræðingafélags Íslands á árshátíð félagsins í Reykjavík í febrúar 2009.

Alþjóðleg markaðsverðlaun ITM Worldwide Award 2007, afhent í október 2007 í háskólanum INSEAD í Fontainbleau í Frakklandi.

Viðurkenning fyrir bestu markaðsáætlun í verkefninu Útflutningsaukning og hagvöxtur, ÚH-15. Viðurkenning veitt af Útflutningsráði Íslands, nú Íslandsstofu, í Reykjavík í maí 2005.

Stjórnunarreynsla

Stjórnaformaður Men and Mice ehf. frá 2014.

Stjórnarformaður Stika ehf. 2013 – 2016.

Stjórnarmaður í Söfnunarsjóði lífeyrisréttinda frá 2012.

Formaður Samtaka iðnaðarins 2012 – 2014.

Stjórnarmaður í Samtökum atvinnuslífsins og í framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsisn 2012 – 2014.

Í háskólaráði Háskólans í Reykjavík 2012 – 2014.

Aðalmaður í Vísinda- og tækniráði og í tækninefnd VTR frá 2012, áður varamaður frá 2009.

Í stjórn Haga hf. 2010 – 2011.

Kjörinn fulltrúi á Kirkjuþingi frá 2010.
Kirkjuráðsmaður frá 2014, áður varamaður í Kirkjuráði frá 2010.
Varaformaður sóknarnefndar Seltjarnarneskirkju frá 2010.

Í stjórn Landsnets hf. frá 2009.
Í endurskoðunarnefnd Landsnets 2011 – 2012.

Í stjórn Samtaka sprotafyrirtækja innan Samtaka iðnaðarins frá 2004-2012. Formaður frá 2009 – 2012.

Í stjórn Persónuverndar 2004 – 2008.

Í fagráði Rannsóknarsjóðs Rannís 2007.

Í fagráði Tækniþróunarsjóðs Rannís 2004 – 2005.

Í stjórn Skýrslutæknifélags Íslands 2004 – 2008.
Formaður Skýrslutæknifélags Íslands 2004 – 2008.
Fulltrúi Íslands í Evrópusamstarfi fagfélaga um notkun upplýsingatækni, Council of European Professional Informatics Societies (CEPIS) 2004 – 2008.

Í framkvæmdastjórn Verkfræðingafélags Íslands 1992 – 1994.
Í ýmsum nefndum á vegum Verkfræðingafélagsins frá 1992.