Svana Helen Björnsdóttir Forstjóri Stika var kjörin formaður stjórnar Samtaka Iðnaðarins og í stjórn Samtaka Atvinnulífssins í mars 2012.
Svana er fædd árið 1960 og er menntuð í rafmangsverkfræði frá Tækniháskólanum í Darmstadt í Þýskalandi.
Svana hefur komið að mörgum verkefnum sem tengjast atvinnuþróun og atvinnusköpun, stjórnarsetu og stjórnunarstöðum. Hún starfar sem forstjóri Stika ásamt því að vera stofnandi fyrirtækisins sem er ráðgjafar- og hugbúnaðarfyrirtæki sem sérhæfir sig í upplýsingaöryggismálum og hugbúnaði fyrir heilbrigðissvið. Hún er stjórnarmaður í Landsneti ehf.
Svana er gift Sæmundi Þorsteinssyni verkfræðingi hjá Skiptum ehf. og eiga þau þrjá syni.