Svana nýr formaður Verk­fræðinga­fé­lags­ins

Gríðargögn
Gríðargögn og virði upplýsinga
13/04/2019
Staðsetningarkerfi
Veistu hvar þú ert – ertu viss?
25/04/2019
Svana Helen Björnsdóttir

Svana Helen Björnsdóttir

Svana Helen Björns­dótt­ir raf­magns­verk­fræðing­ur og fram­kvæmda­stjóri Stika hef­ur verið kjör­in nýr formaður Verk­fræðinga­fé­lags Íslands. Niður­stöður kosn­inga til stjórna fé­lags­ins voru kynnt­ar á aðal­fundi 11. apríl síðastliðinn. Svana Helen tek­ur við for­mann­sembætt­inu af Páli Gísla­syni sem gaf ekki kost á sér til áfram­hald­andi for­mennsku.

Í til­kynn­ingu frá fé­lag­inu kem­ur fram að Svana hef­ur gegnt ýms­um trúnaðar­störf­um fyr­ir fé­lagið í gegn­um tíðina. Hún lauk Dipl.-Ing./​M.Sc. prófi í raf­orku­verk­fræði og er doktorsnemi í kerf­is­verk­fræði við Há­skól­ann í Reykja­vík.

Þá hef­ur Svana setið í stjórn­um fjöl­margra fyr­ir­tækja, sam­taka og stofn­ana og hef­ur víðtæka reynslu af rekstri fyr­ir­tækja. Hún hef­ur meðal ann­ars verið formaður Sam­taka iðnaðar­ins, formaður Sam­taka sprota­fyr­ir­tækja, átt sæti í há­skólaráði Há­skól­ans í Reykja­vík og sit­ur í Vís­inda- og tækni­ráði. Svana á enn­frem­ur sæti á kirkjuþingi og í kirkjuráði ís­lensku þjóðkirkj­unn­ar.

Verk­fræðinga­fé­lag Íslands er stærsta fé­lag tækni­menntaðra á Íslandi. Í fé­lag­inu eru verk­fræðing­ar og tækni­fræðing­ar, sam­tals um 4300 fé­lags­menn. Einnig veit­ir skrif­stof­an Stétt­ar­fé­lagi bygg­ing­ar­fræðinga og Stétt­ar­fé­lagi tölv­un­ar­fræðinga þjón­ustu.

Auk for­manns eru eft­ir­tal­in í stjórn: Birk­ir Hrafn Jóakims­son, Hlín Bene­dikts­dótt­ir, Jó­hann­es Bene­dikts­son, Páll Á. Jóns­son og varameðstjórn­end­ur eru Guðrún A. Sæv­ars­dótt­ir og Anna Beta Gísla­dótt­ir.