Um Stika

Stiki ehf.

Stiki stefnir að því að bjóða heildarlausn í upplýsingaöryggismálum. Markmið Stika er að vörur og þjónusta fyrirtækisins uppfylli ávallt kröfur og væntingar viðskiptavina, starfsmanna og samstarfsaðila um notagildi og fagleg vinnubrögð.

Stefna Stika er að:

  • Tryggja að fyrirtækið þrói vörur sínar í samræmi við þá alþjóðlegu staðla sem við eiga og í gildi eru hverju sinni, sér í lagi upplýsingaöryggis- og gæðastaðla.
  • Tryggja viðskiptavinum tímanlega uppfærslur alls hugbúnaðar sem háður er breytingum á stöðlum án sérstaks endurgjalds annars en árlegs leigugjalds.
  • Fylgja lögum og reglum sem í gildi eru á markaðssvæði. 
  • Taka tillit til óska viðskiptavina og ábendinga þeirra um áherslur í vöruþróun. Veita viðskiptavinum góða og faglega þjónustu sem byggir á þekkingu, fagmennsku og heilindum starfsmanna og gagnkvæmu trausti milli aðila.
  • Gæta hagkvæmni í rekstri þannig að rekstur Stika skili viðskiptavinum góðri vöru og hámarksþjónustu fyrir umsamdar greiðslur og hluthöfum arði.
  • Bjóða fyrirtækjum og stofnunum vandaðar hugbúnaðarlausnir þar sem þekking og ráðgjöf er fléttuð inn í hugbúnað.

Vottanir

  • Stiki hefur frá árinu 2002 starfrækt vottað stjórnunarkerfi upplýsingaöryggis sem fylgir kröfum ISO/IEC 27001.
  • Stiki er Microsoft Gold Partner.
Frekari upplýsingar um Stika og þjónustu Stika eru veittar í síma 5 700 600 eða í tölvupóst stiki@stiki.eu