Umslag fær ISO 27001 öryggisvottun

Erlendur Steinn ráðinn framkvæmdastjóri Stika
20/02/2013
RM Studio fyrsti íslenski PC hugbúnaðurinn í Windows Store Microsoft
03/12/2013
Umslag fær öryggisvottun

Fyrirtækið Umslag hefur nú fengið ISO 27001 öryggisvottunina og er fyrst íslenskra fyrirtækja í prentiðnaði að fá slíka vottun.

Með þessari vottun er tryggt að Umslag fylgi ströngum kröfur um rétta meðhöndlun gagna og upplýsinga sem og notkun ferla í rekstri og aðbúnaði. Vottunin nær yfir alla starfsemi Umslags og er endurnýjuð árlega af bresku staðlastofnunni BSI, sem gerir þá úttekt á öllum þáttum sem að vottuninni snúa.

Fyrirtækið Umslag leggur mikla áherslu á, að geta sýnt fram á að þeim kröfum sem settar eru fram í vottuninni, sé framfylgt með viðeigandi hætti. Slíkt sé vottur um metnað fyrirtækisins til að vera fremst í flokki fyrirtækja í prent- og gagnavinnslu.

Unnið hefur verið að innleiðingu ISO 27001 öryggisvottunarinnar hjá Umslagi í tæpt ár og hafa sérfræðingar fyrirtækisins Stika veitt ráðgjöf varðandi verkefnið.

Þá má geta þess, að Umslag fékk Svans-vottun á árinu 2012, en slík vottun tryggir að unnið sé samkvæmt öllum umhverfisstöðlum sem slík vottun krefst.

Þá hefur Umslag verið valið sem framúrskarandi fyrirtæki af fyrirtækinu Creditinfo s. l. þrjú ár. Til að öðlast slíka staðfestingu þarf viðkomandi fyrirtæki að standast styrkleikamat Credirinfo og uppfylla ströng skilyrði sem lögð eru til grundvallar á framúrskarandi fyrirtækjum.

Umslag fær öryggisvottun

Frá vinstri: Ingvar Hjálmarsson, gæðastjóri Umslags, Árni H. Kristinsson, framkvæmdastjóri BSI á Íslands og Sölvi Sveinbjörnsson, framkvæmdastjóri og eigandi Umslags.